Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. september 2022 14:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í raun ótrúlegt að þessi drengur sé ekki búinn að gera meira"
Bjarni með boltann
Bjarni með boltann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Aðalsteinsson átti virkilega góðan leik þegar KA mætti Val í Bestu deildinni á laugardag. Bjarni kom inn í liðið í fjarveru Rodri og Andra Fannars Stefánssonar. Hann var í kjölfarið valinn í lið umferðarinnar.

Bjarni lék inn á miðsvæðinu ásamt Daníel Hafsteinssyni og var sá varnarsinnaðari af þeim tveimur og varði vörn liðsins. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í Bjarna í viðtali eftir leikinn.

„Það skipti öllu máli, hann var hrikalega flottur. Það er í raun ótrúlegt að þessi drengur sé ekki búinn að gera meira því hann hefur allt til brunns að bera. Hann er öskufljótur, hrikalega góður í fótbolta, er með líkama - tæplega 1,9 metra, mikla hlaupagetu og er með góðan hægri fót," sagði Arnar.

„Það er virkilega gaman að sjá hann stíga upp þegar hann fær svona áskorun og hann gerði það svo sannarlega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd, því maður hefur oft sagt við hann að hann hafi svo rosalega margt til brunns að bera en við höfum ekki oft fengið að sjá það. Vonandi fáum við að sjá meira af því í framtíðinni," sagði Arnar.

Bjarni er 23 ára gamall miðjumaður sem uppalinn er hjá KA en var tímabilið 2018 á láni hjá Magna og hluta af tímabilinu 2019. Í sumar hefur hann komið við sögu í átján leikjum í Bestu deildinni.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Innkastið - Titillinn á hraðleið í Kópavog og FH í fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner