Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. apríl 2022 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Örn Arnarson
Tómas Örn Arnarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar og Grímsi
Hrannar og Grímsi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Freyr - eindaldlega meistari
Steinþór Freyr - eindaldlega meistari
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron hafði lítinn húmor fyrir þessu seinna gula hjá Bjarna
Aron hafði lítinn húmor fyrir þessu seinna gula hjá Bjarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni er miðjumaður sem uppalinn er í KA og hefur spilað 42 leiki í efstu deild fyrir félagið. Í upphafi ferilsins lék hann með Dalvík/Reyni og Magna á láni.

Á síðasta tímabili skoraði hann eitt mark í sautján deildarleikjum. Það var hans fyrsta mark fyrir uppeldisfélagið. Hjá Magna skoraði hann þrjú mörk í 27 leikjum og á alls 80 leiki að baki í deild og bikar á ferlinum. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA

​​Fullt nafn: Bjarni Aðalsteinsson

Gælunafn: Á svona 3000 gælunöfn því miður, finnst samt geggjað að vera bara kallaður Bjarni.

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Með Dalvík árið 2016 minnir mig

Uppáhalds drykkur: Nocco Ramonade

Uppáhalds matsölustaður: Indian curry house niðrí bæ hjá king Murtha

Hvernig bíl áttu: Er á Kia Rio, á nú ekki mikið í honum reyndar

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður: Adele

Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Ógeðslega erfið spurning en segi Sveppi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Skemmtilegt “ok” frá mömmu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool… aldrei segja aldrei samt.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Alex Hauks upp alla yngri flokkana, unplayable

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið með marga mjög góða. Top 3 eru Palli Gísla, Addi Gré og Túfa.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Örn Arnarson má eiga þetta, margir úr 99´ árganginum hjá Þór sem koma til greina en ætla að gefa honum þetta.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Frank Lampard

Sætasti sigurinn: Með Magna á móti ÍR í lokaumferðinni 2018. Úrslitaleikur um að halda sér uppi og við unnum 3-2. Ungir-Gamlir með KA í Tyrklandi fyrir nokkrum árum er close second samt.

Mestu vonbrigðin: Ná ekki Evrópusæti í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Davíð Örn Aðalsteinsson yfir ána.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alex Daði Blöndal var allavega efnilegastur hér um árið.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Get ekki gert upp á milli Húsavíkur bræðranna, Hrannar og Grímsi deila þessu.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Tinna Arnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Mmmm Messi bara.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Má ekki segja, hann er mjög góður vinur minn samt.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sunny Ak

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar einn harðasti Þórsari landsins, Marinó Snær kom yfir í KA í nokkra leiki. Hann spilaði einhvern æfingaleik um veturinn, skoraði og kyssti KA merkið fyrir framan Þórs liðið sem voru að hita upp fyrir aftan markið eins og kóngurinn sem hann er.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Niii

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Jaa er orðinn harður Valsari í körfunni, Gary Anderson í pílunni og svo er ég að reyna að finna mér einhvern kall í formúlunni.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í Nike Mercurial núna held ég

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var alltaf hræðilegur í sundi

Vandræðalegasta augnablik: Sennilega með Magna heima á móti Haukum. Fékk seinna gula fyrir að tefja fyrir aukaspyrnu í uppbótartíma, þeir skoruðu svo upp úr henni og jöfnuðu. Aron Elí Gíslason fyrrverandi landsliðsmaður Íslands lét mig sæmilega heyra það eftir leik elsku kallinn.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Brynjar Inga, Steinþór Frey og Daníel Hafsteins. Gæti búið á þessari eyju með þessum kóngum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Útskrifaðist með hæstu einkunn frá Menntaskólanum á Akureyri með 9.67 í meðaleinkunn, þriðja hæsta einkunn í sögu skólans.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Steinþór Freyr, hann er uppáhaldskallinn minn. Ekki eðlilega mikill meistari

Hverju laugstu síðast: Gabbaði ykkur aðeins í staðreyndar spurningunni hérna áðan

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Úff þessi er erfið, myndi sennilega spyrja Sveppa bara hvort hann væri klár í lunch.
Athugasemdir
banner