Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 21. nóvember 2021 13:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ef United ætlaði sér að reka Solskjær þá hefði það átt að gerast fyrir landsleikina"
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Neville segir að það vanti leiðtoga inn í liðið
Neville segir að það vanti leiðtoga inn í liðið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, er staddur á Etihad-leikvanginum fyrir leik Manchester City og Everton, en hann ræddi um brottrekstur Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United.

Solskjær fékk sparkið í dag eftir að United hélt neyðarfund seint í gærkvöldi. Félagið hélt fundinn eftir 4-1 tapið gegn Watford en United hefur spilað langt undir getur síðustu tvo mánuði.

Michael Carrick tekur tímabundið við á meðan United leitar að bráðabirgðastjóra út tímabilið.

„Þeir voru ekki undirbúnir fyrir þetta. Þetta vatt svo hratt upp á sig og á svo slæman hátt. Michael tekur við núna eins og við var að búast og það eini möguleiki félagsins að fá stjóra út tímabilið og það hefur verið augljóst í nokkrar vikur," sagði Neville.

„Ef það væri heimsklassa þjálfari á lausu og klár í slaginn þá væri Ole farinn fyrir einhverju síðan. Staðreyndirnar voru þrjár. Númer eitt, þeir höfðu trú á honum, númer tvö þeir reyndu bara að gefa þessu tíma og svo í þriðja lagi þá var enginn klár að bíða eftir tækifærinu upp í stúku."

Conte var aldrei rétti kosturinn

Hann segir að Antonio Conte hafi aldrei verið hugsaður sem arftaki Solskjær.

„Það eru margir að tala um að Antonio Conte hafi farið til Tottenham en hann var aldrei að fara til Manchester United. Stjórnin ætlaði aldrei að fá hann og hvort sem þið séuð sammála því eða ekki þá tel ég hann ekki rétta stjórann fyrir United."

„Í augnablikinu er rétti kosturinn ekki til staðar akkúrat núna þannig það þarf að fá inn einhvern tímabundið þangað til einhver annar er laus. Það sýnir í raun hvað Solskjær gerði fyrir klúbbinn."

„Ég ætla ekki að fara tala um þetta núna á deginum sem Solskjær var rekinn. Það er ekki rétti tímapunkturinn. United er ekki með plan um hver verður næsti stjóri því annars hefðu þeir ekki tilkynnt að félagið ætlaði sér að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið."

„Við höfum séð stjóra missa störfin síðustu mánuði eins og með Nuno og Dean Smith þar sem félögin hafa þegar planað næstu skref en United er ekki með það plan. Þetta er í þriðja sinn á síðustu átt árum þar sem stjórar hafa fengið langtímasamning og misst starfið nokkrum mánuðum síðar."


Ef félagið ætlaði sér að reka hann þá hefði átt að gera það fyrir landsleikjatörnina

Hann telur að ef að félagið ætlaði sér að reka Solskjær þá hefði átt að gera það fyrir landsleikjatörnina.

„Ég ætla ekki að fara að hnýta í eigendurna eða stjórnina en það þarf að spyrja alvarlega spurninga. Ég hef talað mikið um þetta síðustu ár. Félagið er rekið sem fyrirtæki og ég skil það en það þarf að bæta ýmislegt þegar það kemur að menningunni og fótboltahliðinni."

„Raunveruleikinn er það var séð í gegnum þá enn og aftur. Þeir hefðu sennilega átt að taka ákvörðunina fyrir landsleikjatörnina ef þær ætluðu sér að reka hann. Ég skil af hverju þeir reyndu að halda út tímabilið og það var sennilega rétta að klára tímabilið en það sást augljóslega í gær að leikmennirnir eru ekki að bregðast við því sem þjálfarinn segir og hann er ekki að ná því besta úr þeim."

„Ég held að leikmönnunum sé ekki illa við Solskjær og honum er ekki illa við þá. Þegar ég var hjá Valencia þá líkaði engum illa við mig heldur tókst mér bara ekki að ná því besta úr þeim og þá koma slæm úrslit og það endar bara með því að maður missir starfið."

„Ég er í engum vafa að hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið síðustu þrjú ár voru allar gerðar fyrir hagsmuni félagsins. Hann elskar félagið og ég hef ekkert út á það að segja, á framlagið eða skuldbindinguna, en hann náði ekki að láta liðið spila góðan fótbolta síðustu tvo mánuði. Þeir voru virkilega slakir og leikmennirnir gátu ekki rifið sig í gang sjálfir sem segir manni að það vantar leiðtoga í klefann,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner