Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. nóvember 2021 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær brotnaði niður: Ég mun fylgjast með og styðja þá
Solskjær kveður.
Solskjær kveður.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt sínum síðasta leik sem stjóri Manchester United.

Solskjær er goðsögn hjá Man Utd. Hann hefur stýrt félaginu frá því í desember 2018 og tókst honum ekki að vinna titil, en hann skilur eftir sig margar góðar minningur og góðan leikmannahóp.

Solskjær ræddi við sjónvarpsstöð Man Utd áður en hann kvaddi endanlega. Hann grét undir lok viðtalsins.

„Þetta félag skiptir mig öllu máli og við náum vel saman, en því miður hafa úrslitin ekki verið nægilega góð og það er kominn tími fyrir mig til að stíga til hliðar," segir Solskjær.

Normaðurinn segir að það hafi verið draumur að stýra félaginu sem hann spilaði lengi fyrir. Hann segist vona að hann sé búinn að leggja grundvöll fyrir næsta stjóra til að ná árangri. Solskjær er stoltur af því sem hann hefur gert.

„Í þau tvö skipti sem ég hef farið frá Molde (í Noregi), þá hafa þeir unnið deildina árið eftir. Ég óska þeim sem tekur við alls hins besta," sagði Solskjær.

„Ég er stuðningsmaður og óska leikmönnunum alls hins besta. Það eru mjög góðir leikmenn hérna og mjög gott fólk. Þeir munu komast á skrið."

Næsti leikur er gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudag. Michael Carrick stýrir liðinu í þeim leik.

„Treystið á sjálfa ykkur, þið vitið að þið eruð betri en þetta. Farið út með kassann úti, njótið þess að spila fyrir Man Utd í Meistaradeildinni. Ef og þegar þið vinnið leikinn, þá eruð þið komnir í 16-liða úrslit. Michael stýrir liðinu og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég elska Michael í tætlur," sagði Solskjær og brotnaði aðeins niður.

„Það verður allt í lagi með þá. Ég mun fylgjast með og styðja þá... við sjáumst fljótlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner