Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 21. nóvember 2021 11:03
Brynjar Ingi Erluson
„Takk fyrir allt, Ole"
Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær
Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, kveður Ole Gunnar Solskjær á Twitter í dag.

Neville var mikið gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að kalla ekki eftir því að Solskjær yrði rekinn frá United.

Frammistaða liðsins á tímabilinu hefur ekki verið félaginu til framdráttar og hefur hann farið varlega í hvernig hann talar um Ole en þeir eru góðir félagar frá því þeir voru liðsfélagar hjá United.

Neville ítrekaði alltaf að hann myndi aldrei kalla eftir því að einhver stjóri yrði rekinn. Hann gerði það ekki með Louis van Gaal, David Moyes og Jose Mourinho.

Solskjær fékk sparkið í dag og þakkaði Neville honum fyrir á Twitter.

„Takk, Ole. Við erum stolt af þér. Síðustu tveir mánuðir hafa verið erfiðir en fyrir það náðir þú að endurheimta sálina inn í félagið," sagði Neville á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner