Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. nóvember 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yngstur í sögu FCK - Fagnaði 16 ára afmæli í síðustu viku
Mikael Neville Anderson reynir að ná boltanum af Bardghji í dag.
Mikael Neville Anderson reynir að ná boltanum af Bardghji í dag.
Mynd: Getty Images
Roony Bardghji varð í dag yngsti leikmaðurinn í sögu FC Kaupmannahafnar, sem er stærsta félag Danmerkur.

Það ráku margir upp stór augu þegar byrjunarlið FCK var gefið út fyrir leikinn gegn AGF í dag. Þar var á skýrslu hinn 16 ára gamli Bardghji.

Hann er nýorðinn 16 ára, hann átti afmæli í síðustu viku og spilaði rúman klukkutíma í leiknum.

Bardghji er unglingalandsliðsmaður frá Svíþjóð og það eru miklar vonir bundnar við hann fyrir framtíðina.

„Mér fannst ég standa mig vel. Þetta var minn fyrsti leikur. Ég veit að ég get gert betur," sagði leikmaðurinn efnilegi eftir leikinn en hann sagði jafnframt að þetta hefði verið draumur að rætast.
Athugasemdir
banner
banner
banner