Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Napoli mótmæla: Mæta ekki gegn Barca
Mynd: Getty Images
Ultras stuðningsmannahópar Napoli ætla ekki að mæta á San Paolo þegar Napoli tekur á móti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn eru ósáttir með miðaverðið á leiknum, sem nemur 70 evrum eða rétt tæplega 10 þúsund krónum.

„Okkur líður eins og það sé verið að hafa okkur að hálfvitum. Eftir endalausar sannanir fyrir því að við erum tólfti maðurinn á heimavelli er okkur refsað með 70 evra verðmiða fyrir leikinn gegn Barcelona," segir í yfirlýsingu.

„Enn einu sinni sýnir félagið algjört virðingarleysi gagnvart borgarbúum og við munum endurlauna greiðann með að mæta ekki á völlinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner