Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. febrúar 2024 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Afturelding lagði HK að velli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Afturelding 2 - 0 HK
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('9 )
2-0 Anna Pálína Sigurðardóttir ('75 )

Afturelding og HK áttust við í eina leik kvöldsins í Lengjubikar kvenna í kvöld, þar sem liðin tókust á í B-deildinni.

Hildur Karítas Gunnarsdóttir tók forystuna fyrir heimakonur snemma leiks og leiddu Mosfellingar 1-0 allt þar til í síðari hálfleik.

Anna Pálína Sigurðardóttir tvöfaldaði þá forystuna á 75. mínútu og urðu lokatölur 2-0 fyrir Aftureldingu.

Afturelding er þá komin með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar, en HK er með þrjú stig.

Bæði lið leika í Lengjudeildinni komandi sumar eftir að hafa verið í toppbaráttunni í fyrra en mistekist að fara upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner