Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. apríl 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur í skemmtilegu spjalli: Trúum að við getum allt
Gunnhildur Yrsa og Sara Björk, landsliðsfyrirliði.
Gunnhildur Yrsa og Sara Björk, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, er í skemmtilegu viðtali við Just Women's Sport á Youtube í dag.

Gunnhildur spilar í Bandaríkjunum með Orlando Pride en henni var skipt þangað í janúar frá Kansas City Royals.

Hún segir frá því í þessu skemmtilega spjalli þegar hún bjó í Philadelphia í Bandaríkjunum þegar hún var yngri. Hennar helstu fyrirmyndir voru rapparinn Eminem og körfuboltastjarnan Allen Iverson.

Gunnhildur sýndi sönghæfileika sína og ræddi um íslenska landsliðið.

„Ungu stelpurnar sem eru koma upp núna eru frábærar, svo góðar og miklu betri en ég var og verð nokkurn tímann. Það er stórkostlegt að sjá það," sagði Gunnhildur.

„Við erum með annars konar hugarfar. Við erum mjög stolt og við erum örlítið klikkuð; við trúum að við getum gert allt."

Gunnhildur endaði viðtalið á því að kenna mikilvægustu íslensku orðin.

Landsliðskonan frábæra spilaði í gærnótt allan leikinn þegar Orlando Pride vann 1-0 sigur Washington Spirit í NWSL Challenge Cup. Í liði Orlando eru einnig stórstjörnurnar Alex Morgan og Marta.

Sjá einnig:
Gunnhildur um Mörtu: Mesta keppnismanneskja sem ég hef kynnst



Athugasemdir
banner
banner
banner