Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 22. apríl 2021 12:04
Ívan Guðjón Baldursson
Undirskrift Bruno Fernandes veltur á Pogba
Powerade
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins. Tímabilið fer að líða undir lok og það styttist óðfluga í sumargluggann og EM.


Florentino Perez, forseti Real Madrid, getur ekki krækt í stórstjörnur á borð við Kylian Mbappe, 22, eða Erling Braut Haaland, 20, án Ofurdeildarinnar. (El Larguero)

Bruno Fernandes, 26, ætlar að skrifa undir nýjan samning við Manchester United ef liðsfélagi hans Paul Pogba gerir það líka. (Sun)

Thomas Tuchel skilur gremju Tammy Abraham, 23, sem hefur ekki fengið að spila fyrir Chelsea síðan 20. febrúar. Hann er orðaður við félagaskipti til West Ham. (Daily Mail)

Abraham hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Aston Villa eftir að hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Championship deildinni 2019. Þar að auki hefur Leicester City áhuga á Abraham. (Birmingham Mail)

Wolves er að skoða í kringum sig í leit að mögulegum nýjum knattspyrnustjóra ef Nuno Espirito Santo yfirgefur félagið í sumar. (Daily Mail)

Willian, 32 ára kantmaður Arsenal, segist vera spenntur fyrir að spila í MLS deildinni en fyrst vill hann vinna titil með Arsenal. (Goal)

Tottenham er í leit að arftaka Jose Mourinho og hefur Daniel Levy eigandi sett sig í samband við Marcelino, þjálfara Athletic Bilbao á Spáni. (Athletic)

Leicester og Arsenal hafa áhuga á Samuele Ricci, 19 ára miðjumanni Empoli. (Tuttomercato)

Burnley og Newcastle eru að keppast um Nuno Tavares, 21 árs bakvörð Benfica. (Record)

Leeds United mun ekki fá Ryan Kent, 24, frá Rangers í sumar. Kent ætlar að vera eitt ár í viðbót hjá Rangers. (Football Insider)

Millwall er í viðræðum um kaup á Scott Malone, þrítugum varnarmanni sem er að láni frá Derby. (South London Press)

Juventus, Roma, AC Milan og Napoli eru að keppast um Kaio Jorge, 19 ára framherja Santos í Brasilíu. (Calciomercato)

Chelsea, Atletico Madrid, Juventus og Tottenham vilja öll krækja í Gabriel Menino, 20 ára miðjumann Palmeiras. (Calciomercato)

Barcelona er í viðræðum við Memphis Depay, 27, sem verður samningslaus í sumar. Memphis og Ronald Koeman þekkjast vel eftir tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Memphis kemur frá Lyon en þar hefur hann verið lykilmaður undanfarin ár. (Esport3)

Joshua Kimmich segist vera ánægður fyrir hönd liðsfélaga sins David Alaba, 28, sem er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. (Goal)

Koma Alaba til Real Madrid gæti sett stöðu Raphael Varane í hættu. Man Utd hefur miklar mætur á hinum 27 ára gamla Varane. (Manchester Evening News)

Borussia Dortmund ætlar að kaupa Andre Silva, 25, frá Eintracht Frankfurt ef Erling Braut Haaland fer í sumar. (Bild)
Athugasemdir