Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 22. apríl 2023 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pældu hvað Óli Þórðar myndi dýrka þetta"
Gilli fagnar marki sínu gegn Magna.
Gilli fagnar marki sínu gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd af Gilla í leiknum.
Mynd af Gilla í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveinn Gísli Þorkelsson er stór og stæðilegur nítján ára varnarmaður sem Víkingur fékk til sín í vetur frá ÍR.

Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, fékk til sín varnarmennina og Víkingana Davíð Örn Atlason og Halldór Smára Sigurðsson í spjall í Víkings Podcastið og spurði út í Svein Gísla - sem oftast er kallaður Gilli.

„Við mættum honum í Reykjavíkurmótinu (þegar hann var í ÍR), það var ein eimreið í vinstri bakverðinum. Hann var svakalegur í þeim leik og fenginn yfir eftir það," sagði Davíð í þættinum. „Það var þvílíkt stykki þarna, óð upp og hrinti öllu frá sér."

„Hann er alvöru skrokkur. Hann er bifvélavirki, vinnur 8-4 alla daga," sagði Halldór Smári. „Er í gryfjunni á daginn," skaut Davíð inn í.

„Pældu hvað Óli Þórðar myndi dýrka þetta, ungan bifvélavirkja sem er að koma beint af verkstæðinu og á æfingar. Þetta er flottur strákur og góður í fótbolta. Hann á eftri að verða mjög góður fyrir okkur," bætti Halldór Smári við.

Ólafur Þórðarson er Skagamaður sem þjálfaði Víking á sínum tíma. Hann er af gamla skólanum, lék sem atvinnumaður erlendis og á tíma sínum þar ákvað hann að fá sér vinnu svo sér leiddist ekki á daginn.

Framtíðin björt
Gilli spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu þegar Víkingur lagði Magna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag. Hann skoraði eitt af sex mörkum liðsins og var það hans fyrsta mark fyrir Víking.

„Það er gott fyrir Gilla að skora. Ungu strákarnir stóðu sig allir gríðarlega vel. Framtíðin er björt fyrir þessa stráka ef þeir halda áfram að halda leggja hart að sér og mæta á hverjum degi til þess að læra," sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leikinn.

Sjá einnig:
Gerðist fljótt eftir leikinn gegn Víkingi - „Meiri séns á að verða betri leikmaður"
Hin hliðin - Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur)
Arnar: Ekta mark sem ég hefði verið stoltur af hjá mínu liði
Athugasemdir
banner
banner
banner