Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   þri 07. febrúar 2023 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerðist fljótt eftir leikinn gegn Víkingi - „Meiri séns á að verða betri leikmaður"
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Sveinn Gísli Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék með U19 á síðasta ári.
Lék með U19 á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sveinn Gísli Þorkelsson var á dögunum keyptur til Víkings frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Gilli, eins og hann er oft kallaður, er örvfættur varnarmaður sem bæði getur spilað sem miðvörður og bakvörður. Hann er nítján ára (2003) og æfir þessa dagana með U21 landsliðinu.

„Þetta er búið að vera geggjað, náttúrulega svolítil breyting frá ÍR, bara stemning og gaman. Það er gaman að komast í annað umhverfi. Það er meira æfingaálag og meiri gæði, meiri séns á að verða betri leikmaður hjá stærra félagi þar sem gæðin eru meiri," sagði Gilli við Fótbolta.net.

„Þegar ég sá að möguleikinn var í boði og sá að það komu tilboð frá öðrum klúbbum þá hafði ég áhuga á því að taka skrefið. Ég var spenntur fyrir því þegar ég heyrði menn segja að ég gæti tekið það skref."

Er skemmtilegt að vera einn af eftirsóttu bitunum á markaðnum? „Það er alveg gaman. Það komu tilboð frá nokkrum liðum og ég hafði bara gaman af því."

Víkingur sýndi Gilla áhuga stuttu eftir leik liðanna í Reykjavíkurmótinu. „Þeir höfðu samband við stjórnina í ÍR og þetta gerðist fljótt eftir það. Ég var strax spenntur, Víkingur flottur klúbbur."

„Arnar (Gunnlaugsson) seldi mér þetta, þurfti þess kannski ekki mikið, ég var strax mjög spenntur fyrir þessu."


Hjá Víkingi hittir Gilli fyrir fyrrum landsliðsmiðverðina Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen sem geta eflaust miðlað einhverju til efnilegs varnarmanns. Kári er yfirmaður fótboltamála og Sölvi er aðstoðarþjálfari.

Veit hann í hvaða hlutverki hann verður á komandi tímabili? „Já og nei. Til framtíðar er ég hugsaður sem hafsent. Núna er ég bæði hafsent og bakvörður. Ég var alltaf hafsent með ÍR en að undanförnu hef ég verið að spila bakvörð. Ég get spilað bæði."

Fékk hann ráðleggingar áður en hann ákvað að fara frá ÍR í Víking?

„Þjálfararnir Árni (Freyr Guðnason) og Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson), þeir voru mjög þægilegir í samskiptum varðandi skiptin og svo voru menn í kringum mig sem sögðu mér að þetta væri gott skref. Ég spilaði líka með Alex Bergmann (syni Arnars Gunnlaugssonar) og hann var svolítið að selja mér þetta líka, skiljanlega." Það var einmitt eftir að Árni tók við síðasta sumar sem Gilli byrjaði að spila sem bakvörður. Áður, undir stjórn Arnars Hallssonar, lék hann sem miðvörður.

Hann æfir þessa dagana með U21 landsliðinu. Á síðasta ári lék hann sinn fyrsta unglingalandsleik, lék gegn Rúmeníu í undankeppni EM með U19 landsliðinu.

„Það er veisla að fá kallið. Ég þekki nokkra í hópnum, góður hópur og bara gaman."

Kom þér á óvart að vera valinn? „Já, pínu. Ég var með U19 og fannst ég vera ágætur þar, mér finnst ég alveg eiga skilið að vera þar," sagði Gilli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner