Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 22. apríl 2024 14:40
Elvar Geir Magnússon
Forest vill að samskipti dómaranna verði opinberuð
Nottingham Forest hefur formlega farið fram á það að dómaranefnd ensku úrvalsdeildarinnar opinberi upptökur af samskiptum dómaranna í leiknum gegn Everton í gær.

Um var að ræða mikilvægan leik milli tveggja liða sem eru rétt fyrir ofan fallsætin. Everton vann leikinn 2-0 en í þrígang vildi Forest fá víti.

Anthony Taylor dómari var hinsvegar ekki sammála og Stuart Attwell VAR dómari sendi hann ekkert í skáinn.

„Félagið hefur farið fram á að samskiptin í þremur atriðum verði gerð opinber," segir í tilkynningu Forest en í öllum atriðunum þremur er Ashley Young talinn hafa brotið af sér.

Forest telur hann hafa brotið á Giovanni Reyna á 24. mínútu, átt að fá á sig hendi á 44. mínútu og hafa brotið á Callum Hudso-Odoi á 56. mínútu.

„Við viljum að tryggt verði fullkomið gagnsæi, til að sýna að heilindi íþróttarinnar sé gætt," segir í tilkynningunni.

Forest hafði áður sent frá sér yfirlýsingu á X samfélagsmiðlinum í gær þar sem félagið lýsti yfir óánægju sinni með VAR-dómarann í leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner