Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 14:48
Arnar Daði Arnarsson
Byrjað að leggja út gúmmí-undirlag í Víkinni
Grasið er horfið í Víkinni.
Grasið er horfið í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Stór dagur í dag, byrjað að leggja út gúmmí undirlag fyrir gervigrasið. Völlurinn mældur út og nýja miðjan staðsett, nú fyrir miðri stúku," segir á Facebook síðu Víkings R. nú rétt í þessu.

Víkingur R. mun leika á nýjum gervigrasvelli innan nokkra daga en liðið hefur leikið heimaleiki sína í Laugardalnum í upphafi Pepsi Max-deildarinnar.

Samkvæmd heimasíðu KSÍ er stefnt á að fyrsti heimaleikur Víkings verði föstudaginn 14. júní þegar HK kemur í heimsókn í 8. umferð.

Næsti leikur liðsins er gegn KR sem er heimaleikur og verður hann spilaður á Eimskipsvellinum í Laugardalnum.

Hægt er að sjá myndir sem Víkingar birtu á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner