Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   fös 22. maí 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland um helgina - Baráttan um Berlín - Bayern fer til Frankfurt
Þýski boltinn heldur áfram að rúlla um helgina en fyrsta umferðin gekk afar vel. Það er auðvitað spilað án áhorfenda en það eru öflugir leikir í 27. umferðinni.

Það er Berlínarslagur í kvöld en Hertha Berlín og Union Berlin berjast þá um borgina. Union tapaði 2-0 fyrir Bayern München síðustu helgi á meðan Hertha vann öruggan 3-0 sigur á Hoffenheim.

Á morgun eru svo fimm leikir á dagskrá. Freiburg mætir Werder Bremen. Á sama tíma spilar Gladbach við Bayer Leverkusen og Wolfsburg mætir heitu liði Borussia Dortmund.

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Paderborn spila þá við vængbrotið lið Hoffenheim. Bayern München spilar svo við Eintracht Frankfurt í lokaleik dagsins.

Þrír leikir fara fram á sunnudaginn. Schalke spilar við Alfreð Finnbogason og hans menn í Augsburg í fyrsta leik dagsins áður en Mainz og Leipzig mætast klukkan 13:30. Köln mætir þá Fortuna Düsseldorf í lokaleik umferðarinnar.

Leikir helgarinnar:

Í dag:
18:30 Hertha - Union Berlin

laugardagur 23. maí
13:30 Freiburg - Werder
13:30 Gladbach - Leverkusen
13:30 Wolfsburg - Dortmund
13:30 Paderborn - Hoffenheim
16:30 Bayern - Eintracht Frankfurt

sunnudagur 24. maí
11:30 Schalke 04 - Augsburg
13:30 Mainz - RB Leipzig
16:00 Koln - Fortuna Dusseldorf
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner