Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 22. júní 2019 19:30
Ester Ósk Árnadóttir
Eysteinn: Hefði viljað sjá meiri vilja til að vinna leikinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst leikurinn einkennast af því að bæði lið fóru varfærnislega inn í hann. Okkur gekk illa að halda boltanum í seinni hálfleik og ég er ekki nógu ánægður með það. Ég er ánægður með það að koma hingað og halda hreinu. Það eru til verri úrslit hér heldur en að gera jafntefli," sagði Eysteinn þjálfari Keflavíkur eftir jafntefli gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Keflavík

Keflavík féll aftarlega á völlinn í seinni hálfleik og náði ekki að ógna.

„Ég hefði vilja sjá meiri vilja til að vinna leikinn hjá okkur en að mörgu leiti hefur það sýna skýringar. Við erum ekki að skapa neitt í seinni hálfleik og Þórsarar herja á okkur. Þríhyrningurinn aftast hjá okkur var að spila vel og réðu við flest sem Þórsarar voru að bjóða upp á. Það er ekki planið hjá mér að fara svona aftarlega þótt við höfum sett áherslu á varnarleikinn en þá vill ég sjá okkur halda boltanum betur."

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig.

„Við erum á góðu pari má segja eins og er en við eigum að þora að stefna hærra. Mér fannst það vanta í dag að mínir menn vildu sækja sigurinn."

Liðið hefur náð í 4 af 6 stigum mögulegum gegn Víking Ó. og Þór í síðustu tveimur leikjum.

„Fjögur stig úr þessum tveimur leikjum finnst mér sterkt þótt ég vilji alltaf sigur en þá hef ég oft verið ósáttar en eftir þennan leik."

Leiknir R. er næsta verkefni Keflvíkinga.

„Mér líst bara vel á það. Mér líst alltaf vel á fótboltaleiki. Þeir eru með hörkulið og eru í þessum pakka þannig við þurfum að vera í okkar besta standi og fá fólkið með okkur til að landa sigrinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner