Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fæst mörk á sig í undankeppninni en svo míglék á stóra sviðinu
Mynd: Getty Images
Áður en Evrópumótið hófst, voru nokkuð margir sem giskuðu á að Tyrkland myndi koma á óvart.

Tyrkirnir voru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppninni þar sem þeir tóku fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Þeir voru mjög þéttir og góðir í undankeppninni, og þóttu líklegir til að koma á óvart á þessu móti.

Þeir komu á óvart; þeir voru miklu lélegri heldur en fólk bjóst við fyrir mót.

Tyrkland er úr leik, þeir töpuðu öllum sínum leikjum; skoruðu eitt mark og fengu á sig sjö.

Það vekur athygli að í allri undankeppninni þá fengu þeir á sig þrjú mörk, fæst af öllum. Tvö af þessum mörkum skoraði Ragnar Sigurðsson. Á EM hefur ekkert lið fengið á sig fleiri mörk, en Tyrkirnir segja núna bless. Þeir eru farnir heim.


Athugasemdir
banner
banner