Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júní 2022 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Kaldhæðnisleg ummæli Owen um Mané - „Skil ekki af hverju hann myndi fara frá Liverpool"
Mynd: Getty Images
Michael Owen gekk í raðir Manchester United
Michael Owen gekk í raðir Manchester United
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, skilur ekkert í Sadio Mané að yfirgefa félagið á þessum tímapunkti en senegalski sóknarmaðurinn gekk í raðir Bayern München í dag.

Mané var með bestu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á tíma hans hjá Liverpool en hann spilaði þar í sex ár og vann allt sem hægt var að vinna á þeim tíma.

Leikmaðurinn vildi nýja áskorun og samþykkti Liverpool að selja hann til Bayern.

Owen á mjög erfitt með að skilja það af hverju Mané ákvað að fara frá Liverpool á þessum tímapunkti en fékk þessi ummæli í bakið ef það er rifjað upp hvað hann gerði.

Þessi fyrrum framherji Liverpool skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið í september árið 2001 en þremur árum síðar yfirgaf hann félagið fyrir aðeins 8 milljónir punda, þegar hann átti ár eftir af samningnum.

Owen, sem er uppalinn hjá Liverpool, tók þá djarfa ákvörðun árið 2009 er hann gekk í raðir Manchester United en hann fær svo sannarlega að heyra það fyrir ummæli sín um Mané í kvöld en ummælin þykja fremur kaldhæðnisleg miðað við fortíð Owen.

„Ég á enn erfitt með að skilja það af hverju Sadio Mané ákvað að fara frá Liverpool til að semja við Bayern München. Hann hefur verið magnaður, þjónað Liverpool vel og er goðsögn hjá félaginu," sagði Owen áður en honum var svarað.


Athugasemdir
banner
banner