Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. júlí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
„Man Utd hefur ekki efni á Bale"
Bellamy á góðri stundu
Bellamy á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy telur enska stórliðið Manchester United ekki hafa efni á landa sínum Gareth Bale.

Bellamy býst við því að Bale haldi sig í Madrid.

„Hvert gæti hann farið? Man Utd getur ekki borgað launin hans, það getur það enginn. Það er aðeins eitt félag sem getur borgað launin hans," sagði Bellamy í viðtali við Daily Star.

„Þetta er hans heimur núna. Ef hann fer eitthvert þarf hann að taka á sig launalækkun en er einhver að fara að kaupa hann? Hvernig getur félag eytt 80-90 milljónum punda?"

Bellamy telur það vera jákvætt fyrir Bale að Ronaldo hafi fært sig um set til Ítalíu þar sem Real þurfi nýjan mann til að stíga upp.

„Hann þarf að vera aðalmaðurinn í liðinu og á það skilið," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner