Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 22. júlí 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans missti sigurleik niður í jafntefli á 94. mínútu leiksins, þegar þeir heimsóttu FH.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

„Þetta var bara frábær leikur, mér fannst hann vera fram og til baka nánast allar 90 mínúturnar. Bæði lið fengu frábær færi, það var ótrúlegt að það skildi vera 0-0 í hálfleiknum. Liðin héldu áfram að skapa sér frábær færi, mér fannst við vera nær því og fá betri færi, en FH kannski með meiri stjórn á leiknum. Við vorum allan tíman að skapa okkur góð færi og það var bara margt sem ég var mjög ánægður með. Það var allt annar svipur á okkur heldur en í síðustu viku og ég er mjög ánægður með það."

ÍA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH sem er í 4. sæti. Það hefði því verið sterkt að vinna þennan leik fyrir Skagann og komast upp fyrir þá.

„Það er auðvitað enginn heimsendir að koma hingað og fá stig. ÍA hefur ekki unnið marga leiki á þessari öld í Kaplakrika. Við vorum grátlega nálægt því í dag en það er enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli. En það er mjög nálægt því þegar svona lítið er eftir af leiknum, þá er það helvíti fúlt."

Hinrik Harðarson skoraði mark ÍA en hann hefur sterkar tengingar í FH þar sem faðir hans Hörður Magnússon spilaði lengi með þeim.

„Það er náttúrulega bara geggjað, það er svolítið síðan hann skoraði. Hann er búinn að spila frábærlega hjá okkur í sumar og gerði það virkilega vel. Það var einhver tilfinning að hann myndi gera það í dag, mér fannst hann frábær í dag og átti svo sannarlega skilið að þetta yrði sigurmarkið í leiknum. En það endaði ekki þannig því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner