Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 22. júlí 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans missti sigurleik niður í jafntefli á 94. mínútu leiksins, þegar þeir heimsóttu FH.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

„Þetta var bara frábær leikur, mér fannst hann vera fram og til baka nánast allar 90 mínúturnar. Bæði lið fengu frábær færi, það var ótrúlegt að það skildi vera 0-0 í hálfleiknum. Liðin héldu áfram að skapa sér frábær færi, mér fannst við vera nær því og fá betri færi, en FH kannski með meiri stjórn á leiknum. Við vorum allan tíman að skapa okkur góð færi og það var bara margt sem ég var mjög ánægður með. Það var allt annar svipur á okkur heldur en í síðustu viku og ég er mjög ánægður með það."

ÍA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH sem er í 4. sæti. Það hefði því verið sterkt að vinna þennan leik fyrir Skagann og komast upp fyrir þá.

„Það er auðvitað enginn heimsendir að koma hingað og fá stig. ÍA hefur ekki unnið marga leiki á þessari öld í Kaplakrika. Við vorum grátlega nálægt því í dag en það er enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli. En það er mjög nálægt því þegar svona lítið er eftir af leiknum, þá er það helvíti fúlt."

Hinrik Harðarson skoraði mark ÍA en hann hefur sterkar tengingar í FH þar sem faðir hans Hörður Magnússon spilaði lengi með þeim.

„Það er náttúrulega bara geggjað, það er svolítið síðan hann skoraði. Hann er búinn að spila frábærlega hjá okkur í sumar og gerði það virkilega vel. Það var einhver tilfinning að hann myndi gera það í dag, mér fannst hann frábær í dag og átti svo sannarlega skilið að þetta yrði sigurmarkið í leiknum. En það endaði ekki þannig því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner