Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 22. ágúst 2022 22:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Þurfum að hvílast, sofa og borða
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við vera með stjórn á leiknum lengst af. Það vantaði aðeins upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik  en heilt yfir er ég mjög sáttur. Eins og sagan sýnir okkur er ekki auðvelt verkefni að koma hingað og vinna," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  2 Breiðablik

Fjórir leikmenn Blika voru fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Óskar segist ánægður með þá sem komu inn í staðinn. "Ég er mjög sáttur við þá sem komu inn. Þetta er langt mót og menn meiðast og fara í leikbönn. Þá þurfa aðrir að taka við keflinu og í kvöld var það raunin. Lið sem ætlar að spila marga leiki og vera í öllum keppnum þurfa að vera með leikmenn sem geta tekið við hver af öðrum."

Eftir mikið álag í sumar, þar sem liðið hefur spilað mikið af leikjum, eru núna sex dagar í næsta leik. Óskar segir mikilvægt að fá loksins smá frí á milli leikja."Það verður gott. Við byrjum á því að gefa frí í tvo daga. Akkúrat núna er mikilvægt að þeir komist aðeins í burtu frá Kópavogsvelli. Það verður ágætt að fá sex daga frí en enn verða að passa að missa ekki fókus. Þeir þurfa að hvílast, borða og sofa og ná þreytunni úr sér. Þetta er kærkomið bil á milli leikja end við þurfum að vera klárir gegn Leikni."


Athugasemdir
banner