Everton hefur sett sig í samband við Newcastle en féelagið vill fá Kieran Trippier á láni.
Trippier er sagður ósáttur hjá Newcastle en Sky Sports greindi frá því að hann vilji fara frá félaginu í sumar.
þessi 33 ára gamli bakvörður var ónotaður varamaður þegar Newcastle lagði Southampton í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.
Tino Livramento var í hægri bakverðinum og varnarmennirnir Emil Krafth og Lloyd Kelly komu báðir við sögu af bekknum í leiknum.
Athugasemdir




