Abdeen Abdul, framherjinn sem lék með Dalvík/Reyni fyrri hluta tímabilsins, er búinn að finna sér nýtt félag. Samningi hans var rift fyrr í þessum mánuði og er hann búinn að semja við félag í Kósovó.
Hann semur við FC Ferizaj sem komst upp í úrvalsdeildina í vor.
Hann semur við FC Ferizaj sem komst upp í úrvalsdeildina í vor.
Abdul er 29 ára og er fæddur í Nígeríu en er einnig með írskan ríkisborgararétt.
Í níu deildarleikjum með Dalvík/Reyni skoraði hann fjögur mörk. Hans síðasti leikur með liðinu var gegn Leikni í lok júní.
Áður en hann kom til Dalvíkur lék hann með Penang í Malasíu og hann hefur einnig leikið í Albaníu.
Athugasemdir




