Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 22. ágúst 2024 09:09
Elvar Geir Magnússon
Guardiola notaði eigin veitingastað til að funda með Gundogan
Ilkay Gundogan kom til Manchester í gær og fundaði með Pep Guardiola í tæpan klukkutíma. Fundarstaðurinn var veitingastaðurinn Tast Catala sem er í eigu Guardiola og leggur auðvitað áherslu á katalónska matargerð.

Hinn 33 ára gamli Gundogan mun skrifa undir eins árs samning við Manchester City og gengur í raðir félagsins að nýju eftir aðeins eitt ár hjá Barcelona.

Barcelona heldur áfram að glíma við fjárhagsvandamál og með því að losa Gundogan af launaskrá getur félagið skráð Dani Olmo, sem keyptur var í sumar frá RB Leipzig, í leikmannahóp sinn.

Eftir fundinn með Guardiola gaf Gundogan sér tíma til að stilla sér upp fyrir bolamyndir með aðdáendum fyrir utan veitingastaðinn.

Þau sjö ár sem Gundogan á að baki með Manchester City vann hann fjórtán titla með liðinu.


Athugasemdir
banner