Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 22. ágúst 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jenas rekinn frá BBC vegna ásakana um óviðeigandi hegðun
Fyrrum fótboltamanninum Jermaine Jenas hefur verið sagt upp störfum hjá breska ríkisútvarpinu. Þar hefur hann starfað síðustu ár sem sérfræðingur og einnig við lýsingar á fótboltaleikjum.

BBC staðfesti brottreksturinn með yfirlýsingu í dag en The Sun segir frá því að ástæðan fyrir honum séu ásakanir um óviðeigandi hegðun.

Ekki kemur frekar fram hvað „óviðeigandi hegðun" þýðir í þessu tilfelli.

Jenas hafði haslað sér völl hjá BBC og voru sögur um það að hann myndi taka við sem þáttastjórnandi í hinum sögufrægu Match of the Day þáttum þegar Gary Lineker hættir. Í þáttunum er farið yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Jenas, sem er ekki sagður ánægður með ákvörðun BBC, lék á sínum tíma 21 landsleik fyrir England. Hann lék fyrir Nottingham Forest, Newcastle, Tottenham, Aston Villa og QPR á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner