Fyrrum fótboltamanninum Jermaine Jenas hefur verið sagt upp störfum hjá breska ríkisútvarpinu. Þar hefur hann starfað síðustu ár sem sérfræðingur og einnig við lýsingar á fótboltaleikjum.
BBC staðfesti brottreksturinn með yfirlýsingu í dag en The Sun segir frá því að ástæðan fyrir honum séu ásakanir um óviðeigandi hegðun.
BBC staðfesti brottreksturinn með yfirlýsingu í dag en The Sun segir frá því að ástæðan fyrir honum séu ásakanir um óviðeigandi hegðun.
Ekki kemur frekar fram hvað „óviðeigandi hegðun" þýðir í þessu tilfelli.
Jenas hafði haslað sér völl hjá BBC og voru sögur um það að hann myndi taka við sem þáttastjórnandi í hinum sögufrægu Match of the Day þáttum þegar Gary Lineker hættir. Í þáttunum er farið yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Jenas, sem er ekki sagður ánægður með ákvörðun BBC, lék á sínum tíma 21 landsleik fyrir England. Hann lék fyrir Nottingham Forest, Newcastle, Tottenham, Aston Villa og QPR á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir



