Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 22. ágúst 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Kompany ætlaði De Ligt lykilhlutverk og var mótfallinn sölu
Vincent Kompany stjóri Bayern München vildi ekki selja Matthijs De Ligt til Manchester United og sagði forráðamönnum þýska félagsins að Hollendingurinn væri miðvörður sinn númer eitt.

Þetta er samkvæmt heimildum The Athletic en De Ligt var seldur til United fyrir 38,5 milljónir punda nýlega, upphæð sem gæti hækkað um 5 milljónir eftir ákvæðum.

Það voru forráðamenn Bayern sem tóku þá ákvörðun að taka tilboðinu í De Ligt, þvert á vilja Kompany.

De Ligt hefur unnið áður með Erik ten Hag en þeir voru saman hjá Ajax.

De Ligt kom inn sem varamaður þegar Manchester United vann Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.D
Athugasemdir
banner
banner