Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   fim 22. ágúst 2024 15:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester að kaupa Ayew
Mynd: EPA
Leicester er samkvæmt heimildum talkSPORT að ganga frá kaupum á Jordan Ayew frá Crystal Palace.

Verðmiðinn er sagður 8 milljónir punda. Ayew verður 33 ára í næsta mánuð og getur leyst flestar sóknarstöðurnar. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum á Selhurst Park.

Hann kom inn á sem varamaður hjá Palace um síðustu helgi og var það hans 138. leikur fyrir Palace í úrvalsdeildinni. Í þeim hefur hann skorað 12 mörk.

Ganverjinn gæti orðið sjöundi leikmaðurinn sem nýliðarnir fá í sumar. Oliver Skipp, Abdul Fatawu, Michael Golding, Caleb Okoli og Bobby Decordova-Reid hafa komið í sumar og þá kom Facundo Buonanotte á láni frá Brighton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
4 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
5 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
6 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 2 0 1 1 2 3 -1 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir