Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 22. ágúst 2024 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: ÍR og Njarðvík styrkja stöðu sína - Ekkert gengur hjá Fjölni
Lengjudeildin
Gils Gíslason
Gils Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í Lengjudeildinni eftir tap gegn ÍR í kvöld. Liðið hefur misst toppsætið til ÍBV sem getur náð fjögurra stiga forystu um helgina.


ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti í Bestu deildinni með sigrinum. Ljós punktur í liði Fjölnis var sá að Rafael Máni Þrastarson skoraði í öðrum leik sínum í röð eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni frá Vængjum Júpíters.

Njarðvík og ÍR eru með jafnmörg stig í tveimur neðstu sætunum í baráttunni um umspil en NJarðvíkingar lögðu botnlið Gróttu sem er í ansi erfiðri stöðu.

19. umferð deildarinnar lýkur með fjórum leikjum á laugardaginn.

Fjölnir 1 - 2 ÍR
0-1 Bragi Karl Bjarkason ('16 )
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('24 )
1-2 Gils Gíslason ('87 )
Rautt spjald: Axel Freyr Harðarson, Fjölnir ('67) Lestu um leikinn

Njarðvík 1 - 0 Grótta
1-0 Kaj Leo Í Bartalstovu ('33 )
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner