
Svíinn Jörgen Lennartsson, sem hefur starfað í kringum íslenska karlalandsliðið upp á síðkastið, er að fá nýtt starf í Sádi-Arabíu.
Frá þessu er greint í sænskum fjölmiðlum en hann er á leið til Al-Fateh í Sádi-Arabíu. Jens Gustafsson er að taka við þar sem aðalþjálfari og mun Lennartsson aðstoða hann.
Frá þessu er greint í sænskum fjölmiðlum en hann er á leið til Al-Fateh í Sádi-Arabíu. Jens Gustafsson er að taka við þar sem aðalþjálfari og mun Lennartsson aðstoða hann.
Lennartsson kom inn í teymið hjá Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, í fyrra.
Hann njósnaði meðal annars um landslið Úkraínu fyrir leikinn í umspilinu fyrir EM í mars síðastliðnum.
Hann er afar reyndur og hefur starfað með félagsliðum og landsliðum á Norðurlöndunum, sem aðalþjálfari stórra félagsliða í Svíþjóð og Noregi, sem þjálfari U21 landsliðs Svíþjóðar, og sem leikgreinandi fyrir danska landsliðið á HM í Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Núna er hann á leið til Sádi-Arabíu nema eitthvað óvænt gerist en óvíst er hvort að hann starfi áfram í kringum íslenska landsliðið ef þessi tíðindi verða staðfest.
Athugasemdir