Spænska félagið Girona er að ganga frá kaupum á kantmanninum Yaser Asprilla.
Girona hefur náð samkomulagi við Watford um kaup á Asprilla en verðið er um 25 milljónir evra og gæti það svo hækkað með árangurstengdum greiðslum.
Girona hefur náð samkomulagi við Watford um kaup á Asprilla en verðið er um 25 milljónir evra og gæti það svo hækkað með árangurstengdum greiðslum.
Það er búist við að Asprilla fari í læknisskoðun á næstu dögum og gangi svo frá skiptunum.
Hann kemur í staðinn fyrir Savio sem yfirgaf Girona í sumar og gekk í raðir Manchester City. Englandsmeistararnir eru með sömu eigendur og Girona.
Asprilla, sem er tvítugur, er afar spennandi leikmaður. Hann gekk í raðir Watford árið 2022 frá Envigado í heimalandinu og hefur hann heillað marga í enska boltanum.
Girona var mikið spútniklið á síðustu leiktíð og endaði í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið fer í Meistaradeildina í vetur.
Athugasemdir




