„Djöfull er Diogo Jota seigur," sagði Sölvi Haraldsson þegar rætt var um Liverpool í Enski boltinn hlaðvarpinu síðasta mánudag.
Liverpool byrjaði tímabili á 0-2 útisigri gegn Ipswich Town en Jota skoraði þar fyrra markið.
Liverpool byrjaði tímabili á 0-2 útisigri gegn Ipswich Town en Jota skoraði þar fyrra markið.
„Hann skilar alltaf sínu," sagði Sölvi jafnframt og tók Baldvin Már Borgarsson svo sannarlega undir það.
„Þetta er einhver seigasti djöfull í heiminum," sagði Baldvin.
Jota skilar alltaf mörkum og stoðsendingum en hann er svolítið mikið meiddur.
„Það er pirrandi hvað hann er mikið meiddur. Hann er klárlega besti slúttarinn í Liverpool og skorar alltaf mörk þegar hann er heill. Hann lætur mikið fyrir sér hafa, skorar alls konar mörk. Þetta er seigur djöfull."
Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir



