Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta heldur spilunum þétt að sér
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gaf lítið sem ekkert upp á fréttamannafundi í morgun. Félagið er að kaupa Eberechi Eze frá Crystal Palace og leikmaðurinn fer bráðlega í læknisskoðun.

„Ég mun ekkert tjá mig. Ég ræði aldrei um leikmenn sem eru ekki hluti af hópnum sem stendur," sagði Arteta.

Eze virtist á leið til Tottenham þegar Arsenal skarst óvænt í leikinn vegna meiðsla Kai Havertz. Arteta segist ekkert geta sagt um alvarleika meiðsla Havertz og hversu lengi hann verði frá.

„Við hreinlega vitum ekki nákvæmlega hversu slæm meiðslin eru. Það þarf aðeins meiri tíma og meiri skoðun áður en við vitum hversu lengi hann verður frá," segir Arteta.

Arsenal fær Leeds í heimsókn á morgun. Christian Nörgaard er fjarri góðu gamni og Ben White er tæpur fyrir leikinn.
Athugasemdir