Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 22. september 2019 13:08
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið KR og FH: Rúnar breytir ekki sigurliði
Pálmi Rafn og Óskar Örn eru á sínum stað.
Pálmi Rafn og Óskar Örn eru á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjáns kemur inní lið FH.
Guðmundur Kristjáns kemur inní lið FH.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Næstsíðasta umferð Pepsi Max-deildar karla fer öll fram klukkan 14:00 í dag. Á Meistaravöllum taka nýkrýndir Íslandsmeistarar KR á móti FH.

FH-ingar geta tryggt sér Evrópusæti með sigri í dag en ljóst er að KR mun ekki gefa þeim neina afslætti í dag. KR mun taka við bikarnum eftir leik í dag og vilja væntanlega sækja sigur í sínum síðasta heimaleik. Byrjunarliðin eru klár.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir frasann „Þú breytir ekki sigurliði" og stillir upp sama liði og tryggði titilinn gegn Val í síðustu umferð.

FH-ingar gera þrjár breytingar á liði sínu eftir 6-4 sigur gegn ÍBV í síðustu umferð. Kristinn Steindórsson, Guðmann Þórisson og Þórður Þorsteinn Þórðarsson koma út og inn koma þeir Brandur Olsen, Guðmundur Kristjánsson og Cedric D'Ulvio. Liðin má sjá hér að neðan.

Lestu beina textalýsingu

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
25. Finnur Tómas Pálmason

Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Björn Daníel Sverrisson (f)
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen
29. Þórir Jóhann Helgason

Lestu beina textalýsingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner