Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. september 2019 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Færeyjar: Lærisveinar Guðjóns enn í toppbaráttu
Guðjón Þórðarson og hans menn í NSÍ Runavík unnu
Guðjón Þórðarson og hans menn í NSÍ Runavík unnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í NSÍ Runavík unnu góðan 4-1 sigur á TB Tvoroyri. NSÍ er enn í baráttunni um titilinn þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu.

NSÍ hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni en þar áður hafði liðið ekki tapað fimmtán leikjum í röð.

Leikmenn svöruðu fyrir tapleikina í dag og náðu í góðan 4-1 sigur og eru því enn á lífi í toppbaráttunni.

NSÍ er með 51 stig í 3. sæti en á sama tíma vann B36 7-2 sigur á IF Fuglafirði. B36 er því með 56 stig í toppsætinu.

Heimur Guðjónsson og hans menn í HB spiluðu ekki í dag en liðið varð bikarmeistari í gær og spilar því ekki deildarleik fyrr en á þriðjudag gegn EB/Streymur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner