Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 22. september 2020 18:20
Elvar Geir Magnússon
Sörloth til RB Leipzig (Staðfest)
Alexander Sörloth hefur gengið í raðir RB Leipzig frá Crystal Palace.

Sóknarmaðurinn gekk í raðir Palace í janúar 2018 og lék 20 leiki fyrir félagið.

Norski landsliðsmaðurinn náði ekki að festa sig í sessi hjá Palace en í fyrra var hann gríðarlega öflugur hjá Trabzonspor í Tyrklandi þar sem hann lék á lánssamningi.

Þar skoraði hann 24 mörk í 34 leikjum.

Sörloth er 24 ára og spennandi að sjá hvernig honum mun vegna hjá RB Leipzig sem endaði í þriðja sæti þýsku Bundesligunnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner