Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 22. september 2023 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert Hafsteins: Ekki sáttur hvernig Framarar klúðruðu liðinu sem fór upp
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan.
Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson var gestur í Dr. Football í vikunni og spurði Hjörvar Hafliðason miðjumanninn út í ákvörðunina að ganga í raðir ÍA í glugganum.

Albert gekk í raðir Fram eftir tímabilið 2019 en sneri aftur í ÍA í glugganum í sumar.

„Af hverju fórstu úr liði í Bestu deildinni í ÍA?" spurði Hjörvar.

„Ég var nú búinn að velta því fyrir mér aðeins fyrir tímabil hvort ég ætti að breyta til. Ég var kannski ekki alveg sáttur við Framarana hvernig þeir klúðruðu þessu liði sem fór upp úr Lengjudeildinni 2021."

„Þeir misstu leikmenn: Alex Freyr (Elísson) fer í Breiðablik, Kyle (McLagan) fer í Víking, Halli (Haraldur Einar Ásgrímsson) fer í FH, Gunna Gunn (Gunnar Gunnarsson) er ýtt út, Aron Þórður (Albertsson) fer í KR, Indriði (Áki Þorláksson) fer í ÍA, Alli (Alexander Már Þorláksson) fer í Þór. 7-8 af byrjunarliðsmönnunum farnir á einu bretti og ekki alveg jafn gaman og það var."

„Það var erfið ákvörðun að fara á þessum tímapunkti niður í B-deild aftur. ÍA var búið að reyna fá mig áður, en mér fannst þetta bara rétti tímapunkturinn, þetta var komið gott hjá Fram,"
sagði Albert.

Vill spila aftur með Kyle
Hjörvar pressaði aðeins á Albert hvaða leikmenn hann myndi vilja sjá ÍA fá inn þar sem liðið er komið upp í Bestu deildina. Albert nefndi einn leikmann.

„Ég held það sé alveg ljóst að við þurfum að styrkja okkur. Ég væri alveg til í að fá hafsent, Kyle McLagan. Ég held að hann geti hentað okkur vel. Hann er sterkur og fljótur og ætti að henta okkur vel."

Kyle verður 28 ára í næsta mánuði. Hann er leikmaður Víkings en meiddist alvarlega á undirbúningstímabilinu og hefur því ekki verið með á tímabilinu. Samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner