Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fös 22. september 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi búinn að skrifa undir nýjan samning
Mynd: Getty Images

Spænska goðsögnin Xavi Hernandez hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona sem gildir út næstu leiktíð, eða til sumarsins 2025. Í samningnum er svo ákvæði um auka ár eftir ákveðnum skilyrðum, sem myndi lengja samninginn til 2026.


Xavi er goðsögn hjá Barcelona eftir að hafa unnið allt mögulegt með félaginu sem leikmaður. Hann er snúinn aftur og hefur verið að gera frábæra hluti við óvanalegar aðstæður þar sem Barca hefur átt í fjárhagsvandræðum að undanförnu.

Xavi gerði Barca að Spánarmeisturum á síðustu leiktíð í fyrsta sinn í fjögur ár og verður spennandi að fylgjast með þróun liðsins undir hans leiðsögn.

Leikmenn félagsins eru gríðarlega ánægðir með þjálfarann sinn, en Xavi býr ekki yfir sérlega mikilli reynslu í starfinu eftir að hafa þjálfað Al-Sadd í um tvö og hálft ár áður en hann tók við Börsungum. 


Athugasemdir
banner
banner