Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Blaðamaður biðst afsökunar á fordómum í garð Ansu Fati
Ansu Fati hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Ansu Fati hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Salvador Sostres, blaðamaður spænska dagblaðsins ABC, hefur beðist afsökunar á að hafa veirð með kynþáttafordóma í garð Ansu Fati leikmanns Barcelona. Sostres skrifaði um 5-1 sigur Barcelona á Ferencvaros í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

„Þegar Ansu hleypur er hann eins og gasella eða mjög ungur svartur götusölumaður sem er að hlaupa í burtu frá lögreglunni," sagði Sostres í grein sinni.

Ummælin vöktu harða athygli og Antoine Griezmann, liðsfélagi Fati, gagnrýndi meðal annars skrifin á Twiter.

„Ætlun mín var að hrósa fegurðinni í hreyfingum Ansu og hæfileikunum hjá þessum unga leikmanni," sagði blaðamaðurinn Sostres.

„Hluti af skrifunum voru talin vera kynþáttafordómar. Ekkert var fjarlægara en það í huga mínum. Ég hef alltaf skrifað vel um leikmanninn síðan hann spilaði fyrsta leik sinn. Ég harma þennan misskilning og bið alla sem móðguðust afsökunar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner