Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Tinna til Apulia Trani (Staðfest)
Tinna Jónsdóttir.
Tinna Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Bjarkar Jónsdóttir, sóknarmaður Gróttu, hefur gengið til liðs við Apulia Trani í Serie C á Ítalíu á lánssamningi.

SIgrún Ösp Aðalgeirsdóttir, leikmaður Gróttu, fór til Apulia Trani um síðustu helgi og nú hefu Tinna gert slíkt hið sama.

Tinna er fyrirliði Gróttu en hún hefur skorað sex mörk í fimmtán leikjum í lengjudeildinni í sumar.

Samtals hefur Tinna skorað 35 mörk í 75 deildar og bikarleikjum með Gróttu á ferli sínum

Bæði Sigrún og Tinna framlengdu samninga sína við Gróttu á dögunum.

Grótta á einn leik eftir í Lengjudeildinni í sumar en það er leikur gegn Augnabliki í lokaumferðinni mánudaginn 9. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner