Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   sun 23. janúar 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dusan Vlahovic með Covid
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic, einn af heitustu sóknarmönnum heims um þessar mundir, er með Covid-19 samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Fiorentina kynnti í dag tvö Covid smit í hópnum án þess að taka fram hverjir voru smitaðir. Liðið kynnti svo leikmannahópinn fyrir hádegisleikinn gegn Cagliari og þar vantaði Vlahovic og Riccardo Saponara.

Báðir eru þetta mikilvægir leikmenn fyrir Fiorentina sem er í harðri Evrópubaráttu.

Vlahovic, sem á bráðum 22 ára afmæli, er líklegast á förum frá Flórens í sumar þar sem samningur hans við félagið rennur út sumarið 2023. Fiorentina er talið vilja um 100 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.

Manchester City hefur verið orðað við Vlahovic í janúar en ólíklegt að honum verði leyft að fara fyrr en eftir tímabilið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner