Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Solskjær: Fernandes minnir mig á Scholes
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Frammistaða Portúgalans Bruno Fernandes í fyrstu leikjum sínum með Manchester United þykir lofa nokkuð góðu.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United segir margt við Fernandes sem minni hann á Paul Scholes.

„Hann minnir mig talsvert á Scholes inn á vellinum en Fernandes er klárlega annar persónuleiki utan vallar," sagði Solskjær.

„Þessar 10 mínútur sem hann spilaði gegn Club Brugge sá maður strax hvað hann hefur góð áhrif á liðið. Hann er frábær leiðtogi sem hugsar ekki um annað en að vinna. Honum finnst ekki nóg að gera hlutina upp á 99%, hann hefur heillað mig," sagði Solskjær.

Það er mikilvægur leikur framundan hjá Ole Gunnar og lærisveinum hans í Meistaradeildarbaráttunni í dag þegar þeir taka á móti Watford á Old Trafford, flautað verður til leiks klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner