Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. apríl 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vill fá Sessegnon frá Fulham
Ryan Sessegnon er einn efnilegasti Englendingurinn
Ryan Sessegnon er einn efnilegasti Englendingurinn
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar að styrkja hópinn í sumar og aftur mun liðið horfa til Bretlandseyja en félagið vill fá Ryan Sessegnon frá Fulham.

Juventus er þegar búið að gera samning við velska landsliðsmanninn Aaron Ramsey en hann kemur á frjálsri sölu frá Arsenal í sumar.

Nú vill Juventus fá Sessegnon frá Fulham en hann er búinn að skora 2 mörk og leggja upp 6. Hann er aðeins 18 ára gamall og verður 19 ára í maí en hann er eftirsóttur af mörgum stórliðum.

Tottenham Hotspur hefur einnig áhuga en hann gæti kostað allt að 40 milljónir punda.

Samningur Sessegnon rennur út á næsta ári og mun hann ekki framlengja samninginn.

Fulham er nú þegar fallið niður í B-deildina og morgunljóst að Sessegnon mun yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner