Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   lau 23. apríl 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rangnick: Man Utd þarf opna hjartaskurðaðgerð
Mynd: EPA

Ralf Rangnick segir vandamálin hjá Manchester United vera alltof stór og flókin fyrir einn mann til að leysa.


Rangnick mun halda áfram að starfa fyrir Man Utd sem ráðgjafi næstu árin ef engar breytingar verða á því fyrirkomulagi við komu Erik ten Hag.

„Það er auðvelt að sjá hvar vandamálin liggja og núna þurfum við að leysa þau. Að mínu mati nægir ekki að laga hlutina aðeins til hér og þar. Í læknisfræði myndu þeir segja að það þyrfti að framkvæma opna hjartaskurðaðgerð," sagði Rangnick eftir 3-1 tap gegn Arsenal í dag sem svo gott sem batt enda á Meistaradeildarvonir Rauðu djöflanna.

„Að mínu mati áttum við ekki miklar líkur fyrir leikinn í dag en eftir þetta tap þá eigum við engar líkur á Meistaradeildarsæti."

Rangnick var spurður út í hvaða leiki hann teldi hafa ráðið úrslitum fyrir félagið og út í vítaspyrnuklúður Bruno Fernandes í leiknum. Hvers vegna steig Cristiano Ronaldo ekki á vítapunktinn?

„Tapið gegn Atletico drap móðinn hjá mörgum. Vonarneistinn slokknaði og ég get skilið það. Leikmenn horfðu á stöðutöfluna með Arsenal og Tottenham fyrir ofan sig, þá var ekki sérlega raunhæft að leyfa sér að dreyma um fjórða sætið.

„Ég ræddi við Cristiano eftir leikinn. Honum leið eins og hann ætti ekki að taka vítið og sagði Bruno að taka það."


Athugasemdir
banner
banner