Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Antony var ögrað en hefði ekki átt að gera þetta"
Mynd: Getty Images
Viðbrögð Antony eftir sigurinn á móti Coventry í undanúrslitum bikarsins á laugardag hafa vakið athygli. Eftir að vítaspyrnukeppnin kláraðist og ljóst var að United færi í úrslitaleikinn fór Antony og fagnaði fyrir framan leikmenn Coventry.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir að leikmenn Coventry hefðu ögrað Antony, en hann hefði ekki átt að gera það sem hann gerði.

„Honum var ögrað og hefði ekki átt að svara svona. Það hefur ekki verið sýnt þegar honum var ögrað, bara svarið hans, en hann hefði ekki átt að gera þetta."

„Ég hef líka séð (viðbrögð) Harry Maguire. Coventry á skilið að hrós, liðið kom til baka eftir að við stýrðum leiknum í 70 mínútur. Við eigum að loka leiknum, en hvernig þeir komu til baka var öflugt,"
sagði Ten Hag.
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner