Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvernig Antony fagnaði sigrinum - Vakið mikið umtal
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann sigur gegn Coventry í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Man Utd náði að komast 3-0 yfir í leiknum en missti það niður í 3-3 á vandræðalegan hátt.

United var heppið að ná leiknum í vítaspyrnukeppni, en þar höfðu rauðu djöflarnir betur gegn Coventry sem er í áttunda sæti Championship-deildarinnar.

Það var áhugavert að fylgjast með viðbrögðum leikmanna Man Utd eftir að vítaspyrnukeppninni lauk. Flestir fögnuðu ekki mikið.

En Antony, sem hafði komið inn á sem varamaður í stöðunni 3-0, fagnaði og beindi fagnaðarlátum sínum að leikmönnum Coventry. Hann hélt um eyrun og horfði á leikmenn Coventry.

Á meðan Antony gerði þetta, þá gekk Harry Maguire að leikmönnum Coventry og tók í höndina á þeim.

Antony var keyptur til Man Utd frá Ajax fyrir 100 milljónir evra en hann hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner