Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 23. apríl 2024 12:35
Elvar Geir Magnússon
Barcelona gæti farið fram á að El Clasico yrði leikinn aftur
Var löglegt mark tekið af Barcelona?
Var löglegt mark tekið af Barcelona?
Mynd: Samsett
Joan Laporta forseti Barcelona hótar að félagið leiti réttar síns og gæti farið fram á að El Clasico verði spilaður að nýju. Börsungar vilja meina að löglegt mark hafi verið tekið af þeim á 28. mínútu.

Lamine Yamal hélt að hann hefði skorað en eftir langa VAR skoðun var úrskurðað að ekki væri sannað að boltinn hefði farið inn. Á Spáni er ekki notast við marklínutækni.

Laporta hefur farið fram á að fá upptökur og myndir af ákvarðanaferlinu.

„Ef niðurstaðan þegar við höfum rýnt í öll gögnin er sú að mistök hafi verið gerð þá munum við skoða alla möguleika. Ef sannað er að þetta var löglegt mark gætum við farið fram á að leikurinn yrði spilaður að nýju. Það eru fordæmi fyrir því í öðrum leik í Evrópu vegna VAR mistaka," segir Laporta og vísar þar í leik Anderlecht og Genk í Belgíu sem leikinn var að nýju vegna VAR mistaka.

Real Madrid vann leikinn gegn Barcelona á sunnudagskvöld þar sem Jude Bellingham skoraði sigurmark í uppbótartíma. Real Madrid er á toppnum með ellefu stiga forystu á Barcelona.

Hér má heyra samskipti dómarans úr leiknum á sunnudag.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Espanyol 4 2 2 0 5 3 +2 8
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 4 0 2 2 2 6 -4 2
19 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner