Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 23. maí 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aguero fer ekki frá City í sumar
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, framherji Manchester City, hefur að undanförnu verið orðaður í burtu frá félaginu en samningur hans rennur út næsta sumar, þá verður hann búinn að vera í tíu ár hjá City.

Hinn 31 árs gamli Argentínumaður hefur skorað 180 mörk í 261 úrvalsdeildarleik og skorað alls 254 mörk í öllum keppnum.

Aguero hefur verið orðaður við bæði Inter Milan og Real Madrid en umboðsmaður hans, Hernan Reguera, þvertekur fyrir að Aguero gæti farið í sumar.

„Sergio er með samning út næsta tímabil," sagði Reguera við FCInterNews. „Það eru engar líkur að hann fari frá City fyrr. Það kemur í ljós á þeim tímapunkti hvað gerist. Ég hef ekki rætt við Inter því Aguero er mjög ánægður hjá City og vill ekki skipta um félag."
Athugasemdir
banner
banner