Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   þri 23. maí 2023 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enciso orðaður við Man City - „Verður að halda fótunum á jörðinni"
Mynd: EPA

Julio Enciso er gríðarlega efnilegur leikmaður Brighton en hann er sagður vera undir smásjá Manchester City.


Þessi 19 ára gamli Paragvæi gekk til liðs við Brighton síðasta sumar frá Libertad í heimalandinu. Hann hefur leikið 24 leiki og skorað 3 mörk í búningi Brighton.

Pedro Aldave umboðsmaður Enciso veit af áhuga City en segir Enciso að halda sér á jörðinni.

„Ég sá þetta með Manchester City en þeir hafa nú þegar fylgst með honum þegar hann var hjá Libertad. Hann verður að halda fótunum á jörðinni og tryggja stöðu sína í byrjunarliðinu. Hann er öðruvísi og þeir hafa alltaf fylgst með honum," sagði Pedro Aldave.


Athugasemdir
banner
banner
banner