Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 23. júní 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Júlli Magg spáir í 12. umferð Bestu
Varð bikarmeistari með Víkingi á síðustu leiktíð.
Varð bikarmeistari með Víkingi á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaupi var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar karla. Núna er landsleikjahléinu lokið og fer Besta deildin aftur að rúlla í kvöld.

Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi og fyrrum fyrirliði Víkings, tók að sér það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.

HK 3 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Gaman síðast, gaman aftur. HK kemur sér aftur á skrið eftir smá bras í síðustu leikjum.

FH 2 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
XG-ið verður fáránlega hátt hjá báðum liðum.

Keflavík 1 - 0 Fylkir (19:15 í kvöld)
KEF kemur sér í gang með iðnaðarsigri.

ÍBV 0 - 3 Valur (14:00 á morgun)
Ef ÍBV heldur út í 70-80 mínútur þá vinna þeir 1-0. mark frá Breka Ómars í lokin. Ef ekki þá fer þetta um það bil svona.

KR 3 - 1 KA (17:00 á morgun)
Rauð spjöld og læti í þessum leik.

Víkingur R. 2 - 1 Stjarnan (19:15 á morgun)
Svipuð uppskrift og í fyrri umferðinni, en Stjarnan setur eitt í seinni og úr verður leikur.

Fyrri spámenn:
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner