Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
banner
   þri 23. júlí 2019 22:10
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Þá reynir á gömlu jálkana
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ágætur leikur. Við vorum svolítið hægar í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins sneggri á því í seinni. En við erum sáttar með að halda hreinu heima og fá þrjú stig,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, eftir 3-0 heimasigur Vals á KR.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

Valsliðið hélt boltanum vel í dag og Adda segir það hafa verið uppleggið. Spil Valskvenna leit út fyrir að vera áreynslulaust á köflum en Adda sagði leikinn hafa verið erfiðan að spila.

„Mér fannst þetta reyndar mjög erfiður leikur. Mér finnst KR-liðið virkilega vel skipulagt og þær héldu alltaf áfram þó við værum 3-0 yfir.“

Breidd Valsliðsins hefur verið mikið til umræðu í sumar. Í hópnum er fullt af öflugum leikmönnum en nýlega hafa komið upp meiðsli og eins eru leikmenn að fara út í háskólanám og klára ekki tímabilið. Hvaða áhrif mun það hafa á seinni hluta mótsins hjá Val?

„Það er nú ekki búið að tala um neitt annað en að við séum með tvö sterk byrjunarlið þannig að við ættum nú að geta staðið af okkur smá meiðsli. Auðvitað erum við búnar að lenda í hræðilegum meiðslum með Mist og Thelma er búin að vera aðeins frá en við erum vonandi að fá hana til baka. Þá reynir bara á gömlu jálkana,“ sagði Adda meðal annars er nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner