Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 23. júlí 2019 22:10
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Þá reynir á gömlu jálkana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ágætur leikur. Við vorum svolítið hægar í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins sneggri á því í seinni. En við erum sáttar með að halda hreinu heima og fá þrjú stig,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, eftir 3-0 heimasigur Vals á KR.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

Valsliðið hélt boltanum vel í dag og Adda segir það hafa verið uppleggið. Spil Valskvenna leit út fyrir að vera áreynslulaust á köflum en Adda sagði leikinn hafa verið erfiðan að spila.

„Mér fannst þetta reyndar mjög erfiður leikur. Mér finnst KR-liðið virkilega vel skipulagt og þær héldu alltaf áfram þó við værum 3-0 yfir.“

Breidd Valsliðsins hefur verið mikið til umræðu í sumar. Í hópnum er fullt af öflugum leikmönnum en nýlega hafa komið upp meiðsli og eins eru leikmenn að fara út í háskólanám og klára ekki tímabilið. Hvaða áhrif mun það hafa á seinni hluta mótsins hjá Val?

„Það er nú ekki búið að tala um neitt annað en að við séum með tvö sterk byrjunarlið þannig að við ættum nú að geta staðið af okkur smá meiðsli. Auðvitað erum við búnar að lenda í hræðilegum meiðslum með Mist og Thelma er búin að vera aðeins frá en við erum vonandi að fá hana til baka. Þá reynir bara á gömlu jálkana,“ sagði Adda meðal annars er nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner