Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 23. júlí 2019 22:10
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Þá reynir á gömlu jálkana
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ágætur leikur. Við vorum svolítið hægar í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins sneggri á því í seinni. En við erum sáttar með að halda hreinu heima og fá þrjú stig,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, eftir 3-0 heimasigur Vals á KR.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

Valsliðið hélt boltanum vel í dag og Adda segir það hafa verið uppleggið. Spil Valskvenna leit út fyrir að vera áreynslulaust á köflum en Adda sagði leikinn hafa verið erfiðan að spila.

„Mér fannst þetta reyndar mjög erfiður leikur. Mér finnst KR-liðið virkilega vel skipulagt og þær héldu alltaf áfram þó við værum 3-0 yfir.“

Breidd Valsliðsins hefur verið mikið til umræðu í sumar. Í hópnum er fullt af öflugum leikmönnum en nýlega hafa komið upp meiðsli og eins eru leikmenn að fara út í háskólanám og klára ekki tímabilið. Hvaða áhrif mun það hafa á seinni hluta mótsins hjá Val?

„Það er nú ekki búið að tala um neitt annað en að við séum með tvö sterk byrjunarlið þannig að við ættum nú að geta staðið af okkur smá meiðsli. Auðvitað erum við búnar að lenda í hræðilegum meiðslum með Mist og Thelma er búin að vera aðeins frá en við erum vonandi að fá hana til baka. Þá reynir bara á gömlu jálkana,“ sagði Adda meðal annars er nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner